Skilmálar

Með því að opna og nota vefverslunina Prentaraland.is er litið svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi skilmála. Sért þú ekki sammála þessum skilmálum skaltu vinsamlega ekki nota vefverslunina.

Almennt

Prentaraland.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Afhending vöru

Allar lagervörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Vörur sem ekki eru til á lager en eru fáanlegar hjá birgja eru afgreiddar að jafnaði eftir 5-7 virka daga. Í þeim tilfellum þar sem sérpanta þarf vöru mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Prentaraland.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Prentaraland.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Við samþykkjum vöruskil í allt að 14 daga (Gildir ekki um sérpantanir) eftir útgáfu reiknings eða pöntunarstaðfestingar (fyrri dagsetningin gildir) að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi
  • að plastumbúðir (herpt, soðin eða límd) og innsigli framleiðanda séu órofin
  • að allar umbúðir og fylgihlutir vörunnar (snúrur, leiðbeiningar o.s.frv.) fylgi í skilunum, séu óskemmd og í söluhæfu ástandi

Starfsmenn okkar meta söluhæfi skilavöru. Við áskilum okkur rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt.

Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Samkvæmt lögum berum við ábyrgð á gölluðum vörum seldum til fyrirtækja í 1 ár en til einstaklinga í 2 ár.

Verð

Verð á vefnum er staðgreiðsluverð. Vinsamlegast athugið að verð á vefnum getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðsla

Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með greiðslukortum (Mastercard og VISA). Greiðslan fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Kortaþjónustunnar ehf.

Varðandi afslætti

Þegar vara er boðin á sérstöku tilboðs- eða sérverði gilda ekki aðrir afslættir.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Almennar upplýsingar: Prentaraland.is
Í eigu TFA ehf Laugarnesvegi 114
105 Reykjavík
Kennitala: 460608-1390
VSK nr.: 98846+ Sími: 617-8325
Netfang: gudmundur@prentaraland.is

Tilboð / Ráðgjöf