Afhendingarmátar pantana er eftirfarandi:

  1. Pöntunin send frítt með Íslandspósti.
  2. Pöntunin send af starfsmanni Prentaralands

Pakkasendingar með Íslandspósti

Við sendum vörur pantaðar hjá okkur með Íslandspósti, um allt land (líka Höfuðborgarsvæðið). Pósturinn flytur stórar sem smáar sendingar hvert á land sem er. Sendingar eru keyrðar til fyrirtækja á daginn (pantanir gerðar fyrir kl. 15.00 eru oftast afhentar fyrir hádegi daginn eftir) og til einstaklinga á kvöldin, þar sem Pósturinn býður upp á heimkeyrslu.

Miðað er við að það taki 1 - 3 daga að afhenda pakka innanlands. Allir pakkar fá viðtökunúmer og eru tryggðir að hámarki 22.500 krónum og falla allir pakkar í sendingunni þar undir.

Allir pakkar fá einkvæmt númer sem er skráð hjá okkur og í skráð í tölvukerfi Póstsins. Skráning þeirra tryggir rekjanleika og staðfestingu á móttöku. Gerð er ein tilraun til útkeyrslu pakka í fyrirtæki og til einstaklinga á þeim stöðum þar sem Pósturinn er með heimakstur. Þar sem ekki er heimakstur eru pakkar tilkynntir og hægt að nálgast þá á viðkomandi pósthúsi.

Pakkar eru keyrðir út til einstaklinga frá mánudegi til föstudags klukkan 17:00 - 22:00 og til fyrirtækja frá mánudegi til föstudags klukkan 09:00 - 17:00 þar sem útkeyrsla er. Ef ekki næst að afhenda pakkann er skilin eftir tilkynning. Í þeim tilfellum má nálgast pakkann á viðkomandi pósthúsi næsta virka dag með því að framvísa tilkynningu. Tilkynning er send viðtakanda á þeim stöðum sem hafa ekki heimkeyrslu. Viðtakandi sækir sendinguna á pósthús. Sendingar eru geymdar á pósthúsi í 30 daga, séu þær ekki sóttar eru þær endursendar til sendanda.

Umbúðir og pökkun:

Við reynum í öllum okkar starfsháttum að vera sem umhverfisvænust og endurnýtum því alla kassa og umbúðir sem að okkur berast vörur í til að senda vörur í frá okkur. Þetta verður til þess að stundum eru umbúðir sendinga okkar ekki sérlega fallegar og vonum við að það komi ekki að sök.

Tilboð / Ráðgjöf